Einkunnir

 

Í hlutverkinu einkunnir eru einkunnir nemenda skráðar, einkunnir reiknaðar skv. einkunnareglu (ef það eru reglur með reikningi),  lokaeinkunnir færðar í námsferil nemenda og að lokum fá yfirlit yfir nemendur sem falla á önn. Einnig er hægt að fá út: yfirlit yfir einkunnaskráningu, einkunnalista á prentara þar sem kennarar geta fært inn einkunaskráningu og prenta út einkunnablöð sem fara til nemenda.

 

Í einkunnalista er hægt að fá útprentuð einkunnablöð þar sem kennarar geta handfært inn einkunnir nemenda.

 

 

 

Yfir önnina/skólaárið eru einkunnir færðar inn samkvæmt reglu sem sett er upp fyrir hvern áfanga. Kennarar skrá einkunnir sinna hópa í gegnum vinnuborð sitt (sjá kafla vinnuborð). Kennarar geta einungis unnið með og séð sína hópa. Einkunnir eru skráðar á hópinn eins og sýnt er að neðan. Ekki er hægt að breyta einkunnaskráningu eftir að hún hefur verið gerð. Sjúkra og upptökupróf eru skráð á námsferili nemenda.

 

 

Skoða má yfirlit yfir einkunnaskráningu fyrir hvern áfangahóp. Áfangahópur er valinn úr lista. Yfirlit er birt yfir þær einkunnir sem búið er að skrá.

 

Hér eru reiknaðar upp einkunnir samkvæmt einkunnareglu áfanga. Það er aðeins nauðsynlegt að framkvæma þennan verklið ef skóli er með nei við  rofann Reikna í lokaeinkunn (Skólinn-Stýringar) og einkunnareglur áfanga innihalda reiknaðar einkunnir.

 

Fyrir hvern nemanda má sjá lokaeinkunnir í áföngum á námsferli. Lokaeinkunnir eru færðar á námsferil nemenda þegar allri einkunnaskráningu fyrir tiltekna önn eða skólaár er lokið. Lokaeinkunn á einkunnaferli tiltekins áfanga færist á námsferil bæði sem opinber og óopinber einkunn. Hægt er breyta opinberri einkunn nemenda, t.d. ef ástæða þykir að hækka eða lækka reiknaða/skráða lokaeinkunn í áfanga (gert í einkunnaflipa á nemandanum). Reiknaða einkunnin varðveitist áfram sem óopinber einkunn og tapast því ekki. Opinberar einkunnir eru prentaðar á einkunna- og útskriftaskírteini.

 

 

 

Hér er hægt að reikna út mætingareinkunn og einingar fyrir mætingu samkvæmt  einkunnaskala fyrir alla virka nemendur skólans. Skilgreina þarf áfangann í áfangaskrá sem skólasóknaráfanga (NÁMSKRÁ-Áfangar-Nánar).

 

Mætingareinkunn er gefin skv. hlutfalli frá og til í einkunnaskalanum. Ef nemandi hefur 98% mætingu þá fær hann einkunn úr skalanum þar sem hlutfall frá er minna eða jafnt 98% en hlutfall til meira eða jafnt 98%. Einingarnar sem tilgreindar eru í einkunnaskalanum eru þær einingar sem nemandinn fær fyrir áfangann. Ef svæðið Fall á önn í einkunnaskalanum hefur gildið Já þá eru allir áfangar sem hafa einkunn undir 7 merktir sem Fall á önn. Ef áfanginn er ekki til fyrir á ferli þá er hann settur inn á ferilinn.

 

 

Í þessari vinnuleið er birt yfirlit yfir nemendur sem ættu að falla á önn. Nemendur falla á önn ef þeir ná ekki fullnægjandi námsárangri í sem svarar 9 einingum á önn  eða 18 kennslustundum á viku. Í bekkjaskólum þurfa nemendur að uppfylla lágmarksskilyðri um lokaeinkunn og aðalveinkunn þarf að vera 5 eða hærri.

 

Hægt er að skoða nemendur sem eru þegar merktir með stöðunni fall á önn með því að ýta á viðkomandi krækju. Einnig má skoða þá nemendur nánar sem ættu að fá fall á önn (sömu nemar og birtast í valboxi vinstra megin).

 

Notandi velur önn til að vinna með. Þeir nemendur sem merkja á sem fallna á önn eru færðir yfir í valboxið hægra megin á myndinni og síðan ýtt á hnappinn Skrá fall á önn.

Hér er hægt að prenta út einkunnablöð allra virkra nemenda í skóla eða valinna nemenda. Hægt er að velja nemendur eftir nafni og kennitölu nemanda, stöðu nema, önn, hvort nemandi er virkur og umsjónarkennara nema. Stílsíða segir til um útlit einkunnablaðanna. Dæmi um stílsíður eru: bekkjaskóli, áfangaskóli og námsferill. Ef fjöldi einkunnablaða fer yfir 50 þá er vinnslan sett í runuvinnslu og notandi fær einkunnablöðin send til sín í pósti sem HTML skjal sem síðan má prenta út.

 

Myndin að neðan er einkunnablað með stílsíðu Áfangaskóli. Notandi hægrismellir á síðunni og velur að prenta. Þá er einkunnablað/blöð prentuð á prentara.

 

 


Á myndinni að neðan er valin stílsíða Námsferill.

 

 

Að neðan má sjá einkunnablað þar sem valin er stílsíða Bekkjaskóli.